Þjóðmálastofnun

Social Research Center

Um Þjóðmálastofnun

Þjóðmálastofnun er sjálfstæð rannsóknarstofnun innan Háskóla Íslands. Markmið stofnunarinnar er að efla rannsóknir og upplýsingamiðlun á sviði vinnu, velferðar og þjóðfélags. Stofnunin er virkur þátttakandi í alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi og hluti af nýju norrænu öndvegissetri í velferðarrannsóknum (NCoE - Nordic Center of Excellence in Welfare Research).

Þjóðmálastofnun gengst fyrir rannsóknum á fjölþættum sviðum þjóðmála, með sérstaka áherslu á velferðarmál, atvinnumál og þjóðfélagsbreytingar. Stofnunin gerir frumrannsóknir í félagsvísindum, vinnur úr fyrirliggjandi gögnum, birtir bækur, fræðilegar ritgerðir, skýrslur og fréttabréf, gegnst fyrir ráðstefnum, námskeiðum og leggur doktorsnámi við Háskóla Íslands lið með námskeiðum og upplýsingamiðlun.

Þjónusta

  •     Kannanir
  •     Gagnavinnsla
  •     Úttektir
  •     Ráðgjöf
  •     Námskeiðahald
  •     Rannsóknaraðstoð
  •     Útgáfa