Þjóðmálastofnun

Social Research Center

Eilífðarvélin

Nýfrjálshyggjan var ríkjandi hugmyndafræði á Íslandi í aðdraganda falls bankanna. Því telja margir að orsök efnahagsþrenginganna sem fylgdu í kjölfarið megi rekja til hennar, að með einkavæðingu og áherslu á afskiptaleysi hins opinbera hafi grunnurinn verið lagður að þeirri óráðsíu sem orsakaði hrunið. Þegar rýnt er í þjóðmálaumræðuna er ekki ljóst hvað fólk á við þegar það talar um nýfrjálshyggju. Raunar virðist orðið oft vera notað til að lýsa öllu því sem fólk telur hafa farið úrskeiðis á tímum íslensku útrásarinnar.


Í þessari bók fjalla átta fræðimenn og -konur úr röðum félagsfræðinga, sagnfræðinga, heimspekinga og kynjafræðinga um nýfrjálshyggjuna frá ólíkum sjónarhornum. Markmiðið er að gefa lesendum skýra mynd af hugmyndafræðilegum kjarna nýfrjálshyggjunnar og hvernig hún er í framkvæmd og gera þeim þannig kleift að draga sínar eigin ályktanir um samspil nýfrjálshyggju við aðrar orsakir íslenska bankahrunsins.

Kaupa bókina á netinu:

Bóksala stúdenta | Eymundsson | Háskólaútgáfan